Vorhátíð.

Iðkendur, foreldrar og forráðamenn.
Þar sem veðurútlit er frekar óspennandi framundan þá hefur stjórn Sundfélagsins tekið þá ákvörðun að fresta vorhátiðinni. Ákveðið er að halda hana í haust þegar iðkendur koma aftur eftir sumarfrí. Við fáum vonandi gott haust þannig að allir geti gert sér glaðan dag. Stjórn og þjálfarar óska ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til að hitta ykkur hress og kát í haust.

Stjórn og þjálfarar.