Viðurkenningar til iðkenda Óðins fyrir sundárið 2020

Árleg uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins fyrir sundárið 2020 var haldin með nýju sniði þetta árið og voru eingöngu þjálfarar og iðkendur viðstaddir verðlaunaafhendinguna. Vegna samkomutakmarkana var því miður ekki hægt að bjóða foreldrum og forráðamönnum að vera viðstaddir. Covid-19 hafði mikil áhrif á sundárið og sundíþróttina eins og á aðrar íþróttir og samfélagið allt. Þrátt fyrir það gekk starfið vel og iðkendum félagsins fjölgaði. Sundfélagið Óðinn er afar stolt af sínum öflugu og flottu iðkendum.

Hér á eftir kynnum við til leiks sundmenn Óðins í eldri hópum  sem fengu viðurkenningar fyrir árið 2020. Verðlaun voru veitt iðkendum í afreks-, úrvals-, krókódíla-, og framtíðarhópum félagsins.

Sundkona Óðins 2020
Sundkona Óðins 2020 er Rebekka Sif Ómarsdóttir, með 1.605 stig fyrir þrjú stigahæstu sundin sín á þessu ári. Stigahæsta sundið er 551 FINA stig fyrir 400 m skriðsund. Rebekka hefur verið að taka allar sundaðferðir sínar í gegn með mjög góðum árangri. Fjórsundið er að verða hennar grein ásamt löngu greinunum í skriðsundinu.  Rebekka Sif er til mikillar fyrirmyndar fyrir yngri kynslóð sundmanna í Óðni. Mætingar Rebekku á æfingar á liðnu ári hafa verið til mikillar fyrirmyndar.

 Ingi Þór, Rebekka Sif Ómarsdóttir og Pétur Örn þjálfari

Sundkarl Óðins 2020
Sundkarl Óðins 2020 er Örn Kató Arnarson með 1.290 stig fyrir þrjú stigahæstu sundin sín á þessu ári. Stigahæsta sundið er 443 FINA stig fyrir 400m skriðsund. Örn hefur tekið miklum framförum í öllum sundaðferðum á liðnu ári og er bringusundið að verða hans sterkasta grein. Örn er mjög samviskusamur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og mætingar hans á æfingar eru til mikillar fyrirmyndar.

 Ingi Þór þjálfari, Örn Kató Arnarson og Pétur Örn þjálfari

 Fyrir mestu framfarir í afrekshópi hlaut Matthildur Eir Valdimarsdóttir viðurkenningu en hún hefur bætt sig umtalsvert á þessu sundári og þá fyrst og fremst í bringusundinu en hún hefur  einnig sýnt góðar framfarir í skriðsundi. Matthildur er virk á æfingum og hefur tekið umtalsverðum framförum hvað varðar sundtækni, frammistöðu á mótum og hugarfar.

 

Ingi Þór þjálfari, Matthildur Eir Valdimarsdóttir og Pétur Örn þjálfari

Verðlaun fyrir mestu framfarir karla hlaut Kristinn Viðar Tómasson en hann hefur bætt sig mjög mikið á liðnu sundári. Hann hefur tekið miklum  framförum , bæði í baksundi og skriðsundi. Kristinn Viðar er virkur á æfingum og hefur sýnt miklar framfarar hvað varðar sundtækni, frammistöðu á mótum og hugarfar.

 

Ingi Þór þjálfari, Kristinn Viðar Tómasson og Pétur Örn þjálfari

 Nafnbótin fyrirmyndarsundmaður Óðins sundárið 2020 er veitt til þess einstaklings sem er jákvæður á æfingum, í keppni, virkur á sundæfingum, berst ávallt áfram þrátt fyrir mótlæti og gefur sér samt sem áður tíma fyrir liðsfélagana. Fyrirmyndarsundmaður Óðins er Embla Karen Sævarsdóttir en hún er með framúrskarandi mætingu á æfingar á árinu. Embla er ávallt til fyrirmyndar á æfingum sem og fyrir utan æfingar. Hún á framtíðina fyrir sér, bæði ofan í sundlauginni sem og fyrir utan hana og hefur einnig sýnt talsverðar framfarir í sundi á árinu.

 

Ingi Þór þjálfari, Embla Karen Sævarsdóttir og Pétur Örn þjálfari

Verðlaun fyrir bestu ástundun í úrvalshópi hlaut Ísabella Jóhannsdóttir en hún hefur verið með frábæra mætingu og verið virk á æfingum yfir sundárið.

 

Ingi Þór þjálfari, Ísabella Jóhannsdóttir og  Pétur Örn þjálfari.

Fyrir mestu framfarir í sundtækni á sundárinu í úrvalshópi hlaut Katrín Lóa Ingadóttir viðurkenningu en hún hefur bætt sig umtalsvert á þessu ári. Hún hefur tekið framförum  í skriðsundi, baksundi og fjórsundi. Ásamt því að vera í topp fimm í sínum aldursflokki í 100m og 200m baksundi.

 

Ingi Þór þjálfari, Katrín Lóa Ingadóttir og Pétur Örn þjálfari.

  

Verðlaunahafar í afreks- og úrvalshópi ásamt þjálfurum

Í krókódílahópi voru veitt verðlaun fyrir bestu ástundun og framfarir í sundtækni. Fyrir bestu ástundun hlaut Arndís Atladóttir viðurkenningu fyrir frábæra mætingu á sundæfingar. Fyrir framfarir í sundtækni hlaut Kristín Erna Jakobsdóttir viðurkenningu en hún hefur bætt tækni sína, tekur fyrirmælum vel og er alltaf tilbúin að laga og bæta enn frekar.

 

Arndís Atladóttir, Mekkin Einarsdóttir þjálfari og Kristín Erna Jakobsdóttir

Í framtíðarhópi voru veitt verðlaun fyrir bestu ástundun og framfarir í sundtækni. Fyrir bestu ástundun hlaut Friðrika Sif Ágústsdóttir viðurkenningu fyrir frábæra mætingu, stundvísi, og jákvætt viðhorf. Fyrir framfarir í sundtækni hlaut Krista Mist Gunnlaugsdóttir viðurkenningu en hún sýnir mikinn dugnað á æfingum sem hefur skilað sér í bættri sundtækni í öllum sundum.

 

Friðrika Sif Ágústsdóttir, Hildur Sólveig þjálfari og Krista Mist Gunnlaugsdóttir

Sundfélagið gerir árlega styrktarsamninga við Speedo og er styrknum síðan úthlutað til þeirra sem eru virkir á mótum á vegum félagsins og hafa staðið sig vel á æfingum. Þeir iðkendur sem hlutu Speedo styrk að þessu sinni eru: Stefán Gretar Katrínarson úrvalshópi, Bríet Björk Pálsdóttir afrekshópi og Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir afrekshópi.

 

Ingi Þór þjálfari, Stefán Gretar, Bríet Björk, Kolbrún Ósk og Pétur Örn þjálfari

Á liðnu hausti þegar æfingar lágu niðri vegna lokunar sundlauga í Covid 19 faraldrinum stóðu yfirþjálfarar fyrir keppni milli iðkenda í úrvals- og afrekshópi félagsins. Markmiðið var að virkja iðkendur með mjög fjölbreyttum æfingum og verkefnum. Viðurkenningar voru veittar fyrir mestu virknina í afreks- og úrvalshópi. Eftirtaldir sundmenn hlutu viðurkenningar.

Í afrekshópi: Elín Rósa Ragnarsdóttir með 500 stig og Bríet Björk Pálsdóttir með 440 stig.

Í úrvalshópi: Katrín Lóa Ingadóttir með 449 stig og Magni Rafn Ragnarsson með 437 stig.

 

Ingi Þór þjálfari, Katrín Lóa, Bríet Björk, Elín Rósa, Pétur Örn þjálfari og Magni Rafn

Framtíðar- og krókódílahópur með þjálfurum

 

Afreks- og úrvalshópur

Stjórn Óðins þakkar þjálfurum félagsins, foreldrum og ekki síst iðkendum fyrir gott samstarf á árinu og óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.