VIÐ LEITUM AÐ SUNDÞJÁLFURUM!

Hefur þú áhuga á því að þjálfa sund?

Sundfélagið Óðinn leitar að faglegum og öflugum einstaklingum til að taka að sér að þjálfa annars vegar yngri iðkendur félagsins og hins vegar eldri iðkendur með skilgreinda fötlun. Starfið felst í almennri þjálfun í sundi og að fylgja sundmönnum eftir á mót.

Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.

Upplýsingar um Sundfélagið má finna á heimasíðu okkar www.odinn.is.

Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á formann félagsins á netfangið formadur@odinn.is. Nánari upplýsingar veitir Hildur Friðriksdóttir í síma 892-4181.