VIÐ LEITUM AÐ SUNDÞJÁLFARA!

VIÐ LEITUM AÐ SUNDÞJÁLFARA!

Hefur þú áhuga á því að þjálfa sund?

Sundfélagið Óðinn leitar að faglegum og öflugum einstaklingi til að taka að sér að þjálfa eldri iðkendur með skilgreinda fötlun. Starfið felst í almennri þjálfun í sundi og að fylgja sundmönnum eftir á mót.

Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur. Reynsla af starfi með fötluðum er jafnframt æskileg.

Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á formann félagsins á netfangið formadur@odinn.is.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Friðriksdóttir í síma 892-4181.