Uppskeruhátíð sundfélagsins 2026

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins verður haldin í Brekkuskóla fimmtudaginn 8. janúar kl. 18:30.

Á hátíðinni verða veittar viðurkenningar fyrir stigahæsta sundmann og sundkonu ársins 2025 auk viðurkenninga fyrir Akureyrarmet sem bætt voru á árinu. Við gerum upp liðið ár og förum yfir það sem er framundan á nýju sundári.

Við stefnum á pálínuboð og væri frábært ef hver fjölskylda gæti lagt til einn rétt á hlaðborð, Óðinn mun sjá um drykki.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.


Ath.: Tímasetning gæti breyst lítillega, en það skýrist í síðasta lagi 6. janúar.