Uppskeruhátíð Óðins fyrir sundárið 2021

Árleg uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins fyrir sundárið 2021 var haldin í kvos Menntaskólans á Akureyri sunnudaginn 13. mars sl. Sundfélagið Óðinn er afar stolt af sínum öflugu og flottu iðkendum. Á hátíðinni voru sundkona og sundkarl Óðins krýnd og veittar viðurkenningar til sundmanna í eldri hópum félagsins. Þá fengu iðkendur sundskólans viðurkenningarskjal. Heiðursgestur á uppskeruhátíðinni var Bryndís Rún Hansen fyrrum afrekssundkona Óðins.

 

Sundkona Óðins 2021 er Rebekka Sif Ómarsdóttir

Sundkarl Óðins 2021 er Örn Kató Arnarson

 

Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar.

 

Afrekshópur 

Viðurkenningu fyrir framfarir hlutu: Naomi Arnarsdóttir og Kristófer Óli Birkisson en þau hafa tekið miklum framförum á liðnu ári og bætt tíma sína verulega. 

 

Juliane Liv Sörensen fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd. Hún hefur mætt og æft mjög vel og verið jákvæð og góð fyrirmynd. 

 

Úrvalshópur

Viðurkenningu fyrir framfarir í sundtækni fengu Friðrika Sif Ágústsdóttir og Björn Elvar Austfjörð. Þau taka tilsögn mjög vel og hafa náð mjög góðri tækni í flestum sundum.

 

Viðurkenningu fyrir Ástundun hlutu Katrín Lóa Ingadóttir og Magni Rafn Ragnarsson.

Þau hafa verið mjög dugleg að mæta á æfingar, lagt sig fram og verið virk á æfingum.

 

Framtíðarhópur 

Viðurkenningu fyrir framfarir í sundtækni hlutu Alexander Reid McCormick og Viktoría Herdís Sverresdóttir.Þau fá reglulega endurgjöf og nýta tímann vel á æfingum í að bæta sundtækni sína.

 

Viðurkenningu fyrir ástundun hlutu Bríet Laufey Ingimarsdóttir og Jón Ingi Einarsson.

Þau hafa verið mjög dugleg að mæta á æfingar, lagt sig fram og verið virk á æfingum.

 

Krókódílar

Viðurkenningu fyrir framfarir í sundtækni hlaut Soffía Margrét Bragadóttir. Hún hefur lagt mikið á sig við að bæta sundtæknina sína. Hún fær endurgjöf reglulega og nýtir tíma sinn vel á æfingum.

 

Viðurkenningu fyrir ástundun hlutu Rúnar Smári Ásgeirsson og Birta Rós Harðardóttir.

Þau hafa verið dugleg að mæta á æfingar á árinu. Þau eru jákvæð og sýna góðan liðsanda á öllum æfingum.

 

Sundfélagið Óðinn í samstarfi við Speedo veitti þrjá speedo styrki í ár en þá hlutu:

Eydís Arna Isaksen, Ísabella Jóhannsdóttir og Kristinn Tómasson

 

Akureyrarmet

Þar sem engin hefðubundin uppskeruhátíð var haldin fyrir árið 2020 voru í þetta sinn veittar viðurkenningar fyrir Akureyrarmet sem voru slegin á árunum 2019-2020. Þau hlutu Ólöf Kristín Ísaksen fyrir 400 og 800m bringusund í 50 m laug og Stefán Gretar Katrínarson fyrir 100 m skriðsund í 50 m laug.