UPPSKERUHÁTÍÐ FYRIR SUNDÁRIÐ 2019 Í LUNDARSKÓLA

Laugardaginn 11. janúar kl. 11.00 verður uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins haldin í sal Lundarskóla. Uppskeruhátíð er skemmtileg samverustund fyrir alla sundiðkendur í Óðni og fjölskyldur þeirra. 
 
Farið verður yfir árangur iðkenda liðins árs, veittar viðurkenningar til sundmanna í eldri hópum og tilkynnt um val á sundfólki ársins 2019. Iðkendur sundskólans fá einnig afhent sérstök viðurkenningarskjöl.
 
Við leggjum áherslu á að uppskeruhátíðin sé fyrir alla sundmenn í Óðni og fjölskyldur þeirra – allt frá sundskóla og upp úr. Það kostar að sjálfsögðu ekkert inn, en allir mæta með einn léttan rétt með sér á sameiginlegt hlaðborð (t.d. köku, heitan rétt, ávexti eða kex og osta) drykkir verða á staðnum.
 
Fjölmennum og eigum notalega og skemmtilega samverustund
Uppskeruhátíð