Uppskeru- og Vorhátíð Óðins!

Höfrungar útskrifaðir úr Sundskólunum
Höfrungar útskrifaðir úr Sundskólunum

Uppskeru- og vorhátíð Óðins (Frétt hefur verið uppfærð!)

Uppskeru- og vorhátíð Óðins var haldin með pompi og prakt miðvikudaginn 31. maí í teríu Íþróttahallarinnar. Viðurkenningar voru veittar og síðan grillaði foreldraráð pylsur ofan í iðkendur og fjölskyldur þeirra í sól og blíðu sunnan við Höllina.

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Óðins bauð iðkendur og fjölskyldur þeirra velkomin á hátíðina og kynnti dagskrána. Baldur Þór Finnsson yfirþjálfari var með stutt erindi þar sem hann stikklaði á stóru yfir sundárið og hvatti iðkendur áfram.

Bryndís Rún Hansen kom næst í pontu og sagði iðkendum frá sundferli sínum og afrekum og hvatti iðkendur til dáða.

Dýrleif Skjóldal (Dilla) ásamt ástoðarfólki veitti iðkendum í Sundskólum Óðins viðurkenningar fyrir að vera einfaldlega frábær og að fyrir að hafa staðið sig vel í vetur. Iðkendur í Höfrungahópum Sundskólanna voru einnig útskrifaðir og fengu viðurkenningarskjal.

Fjölmörg verðlaun voru veitt fyrir mismunandi afrek á árinu 2022.

Í Krókódílahópi hlutu Rúnar Smári Ásgeirssonog Soffía Margrét Bragadóttir viðurkenningu fyrir bestu ástundun og Kristín Erna Jakobsdóttir fyrir framfarir í sundtækni.

Í Framtíðarhópi hlutu Katrín Anna Hafsteinsdóttir og Lárus Högni Gunnarsson viðurkenningu fyrir bestu ástundun og Katrín Birta Birkisdóttir og Baldur Máni Hreiðarsson fyrir mestu framfarir í sundtækni. Arndís Margrét Magnúsdóttir hlaut sömuleiðis verðlaun fyrir framúrskarandi leiðtogahæfni.

Í Úrvalshópi hlutu Ísabella Jóhannsdóttir og Magni Rafn Ragnarsson viðurkenningu fyrir bestu ástundun og Bríet Laufey Ingimarsdóttir og Ívan Elí Ólafsson fyrir mestu framfarir í sundtækni. Þá hlaut Benedikt Már Þorvaldsson viðurkenninguna Fyrirmyndarsundmaður Óðins fyrir ómælda gleði, kurteisi og góða framkomu.

Í Afrekshópi hlutu Kristinn Viðar Tómasson og Halla Rún Fannarsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Aníta Ingibjörg Antonsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun á morgunæfingum og var því titluð Morgunhani Óðins 2022.

Þá voru sundkarl og sundkona Óðins þau Kristófer Óli Birkisson og Naomí Arnarsdóttir kölluð upp en þau fengu sín verðlaun í janúar sl.

Sundfélagið Óðinn og Speedo á Íslandi hafa átt í góðu samstarfi til margra ára og einn liður í því samstarfi eru styrkir sem Speedo veitir þremur sundmönnum Óðins ár hvert. Speedo styrki fyrir árið 2023 hlutu þau Alicja Julia Kempisty , Magni Rafn Ragnarsson og Ívan Elí Ólafsson.

Akureyrarmet

Magni Rafn Ragnarsson sló fjögur Akureyrarmet árið 2022 í 50m laug, í hópi 12 ára og yngri, í eftirfarandi einstaklingsgreinum:

50 m. bringusundi á tímanum 41.51. Fyrra met átti Kári Ármannsson 43.34 frá árinu 2010.

100 m. bringusundi á tímanum 1.29.14. Fyrra met átti Kári Ármannsson 1:31.23 frá árinu 2010.

200 m. bringusund á tímanum 3:13.40. Fyrra met átti Kári Ármannsson 3:15.24 frá árinu 2010.

100 m. skriðsund á tímanum 1:12.21. Fyrra met átti Stefán Grétar Katrínarson 1:12.56 frá árinu 2020.

Sigurjóna Ragnheiðardóttir sló tvö Akureyrarmet árið 2022 í 50 m laug, í fullorðinshópi, í eftirfarandi einstaklingsgreinum;

50 m. bringusundi kvenna á tímanum 34:37. Fyrra met átti Amalía Nanna Júlíusdóttir 34.76 frá árinu 2019.

100 m. bringusundi á tímanum 1:16:58. Fyrra met átti Bryndís Rún Hansen 1:16:93 frá árinu 2009.

Ívan Elí Ólafsson, Björn Elvar Austfjörð, Benedikt Már Þorvaldsson og Magni Rafn Ragnarsson slógu sömuleiðis Akureyrarmet í 4x100 m. fjórsundi í 25m laug og syntu á tímanum 6:22.32. Fyrra met var sett árið 1987 og því miður voru engir iðkendur skráðir fyrir metinu.  

Sundfélagið Óðinn óskar öllu okkar frábæra sundfólki til hamingju með flott sundár 2022 og saman gerum við 2023 enn betra! 

Fleiri skemmtileg augnablik frá hátíðinni er að finna hér --> Uppskeru- og Vorhátíð 2023