Haustmót ÆGIS – Tyr mótið

Skráningar Óðins.

Rútan leggur af stað kl. 9 sunnan við íþróttahöllina.

Haustmót ÆGIS – Tyr mótið

Verður haldið í Laugardalslaug helgina 11 – 13.okt. 2013

Keppt verður í 25m laug í fimm hlutum á þremur dögum. Á föstudegi verður keppt í opnum flokki í 50m greinum og í 800m og 1500m skriðsundi. Á laugardegi og sunnudegi verður keppt í 12 ára og yngri fyrir hádegi og 13 ára og eldri eftir hádegi. Það eru engin tímalágmörk á mótið, takmarkaður verður fjöldi riðla við þrjá í greinum sem eru 400 metra og lengri. Við áskiljum okkur einnig rétt að takmarka fjölda riðla frekar ef þess gerist þörf.

Takmarkað verður í riðla í 50m greinum á föstudag og eru þær ekki ætlaðar fyrir byrjendur.

ATH: Mótið er sett upp þannig að sundmenn í sveina/meyja flokki sem eru mjög efnilegir geta keppt í drengja/telpna flokki og 10 ára og yngri geta keppt í Sveina/Meyja flokki. Verðlaun eru þó aðeins veitt fyrir þann flokk sem viðkomandi keppir í.

Aldursflokkar

Hnokkar / Hnátur

Sveinar / Meyjar

Drengir / Telpur

Opinn flokkur

10 ára og yngri

12 ára og yngri

14 ára og yngri

15 og eldri

Verðlaun:

Allir í Hnokka- og Hnátu-flokki fá viðurkenningu fyrir þátttöku.

 

  • Veitt verða verðlaun fyrir 1.,2. og 3.sæti í:   Hnátu og Hnokka-flokki (10 ára og yngri) og

Sveina og Meyja-flokki (12 ára og yngri)

  • Í Telpna og Drengja-flokki (14 ára og yngri) verður eingöngu veittur bikar fyrir þrjá stigahæstu einstaklinga (þrjár Telpur og þrjá Drengi), valið verður út frá samanlögðum árangri í tveimur greinum samkvæmt stigatöflu FINA.
  • Í Opnum flokki 15 ára og eldri verða eingöngu veitt verðlaun fyrir fimm stigahæstu eintaklingana í karla og fimm stigahæstu í kvennaflokki. Valið er út frá samanlögðum árangri í tveimur greinum samkvæmt stigatöflu FINA.

Skráningar:

Skráningagjaldið er kr. 350 fyrir einstaklingsgrein og kr. 700 fyrir boðsund.

Skráningarfresturinn rennur út sunnudaginn 06. október kl. 24.00.

Skráningar sendist á rig@aegir.is

 

Þriðjudaginn 8.október verður keppendalistinn birtur á heimasíðunni okkar http://www.aegir.is Þjálfarar eru beðnir um að fara vel yfir skráningar sínar og senda inn leiðréttingar eða úrskráningar ef einhverjar eru, eigi síðar en fimmtudaginn 10. október kl. 20.00.

Nánari upplýsingar veitir:

Ragnhildur Guðjónsdóttir raggahelgi@simnet.is / rig@aegir.is

Kostnaður  er eftirfarandi:

Rúta  6500
Stungugjöld 2500
Fararstjórn/Þjálfarakostn. 2000
Samtals: 11.000

Leggja inn á reikning sundfélagins fyrir brottför, reikn. 0566-26-80180 kt. 580180-0519
Þeir sem eiga inneign í v. fjáröflunar  geta haft samband við fjáröflunarnefnd á fjaroflun@odinn.is og fengið upplýsingar um inneign og látið vita ef þeir ætla að nýta hana.