Tilkynning frá sundfélaginu

Stjórn sundfélagsins, í samráði við yfirþjálfara, hefur ákveðið að afboða komu sundfélagsins á SH sundmótið sem haldið verður í Hafnarfirði helgina 14. og 15. mars. Ákvörðunin er tekin í ljósi stöðunnar í samfélaginu, við viljum axla þá samfélagslegu ábyrgð að heft útbreiðslu Covid-19 veirunnar hér á landi. Þessi ákvörðun hefur verið til umræðu innan stjórnarinnar með yfirþjálfara undanfarna daga, og var ákveðin með hag iðkenda okkar, foreldra og þjálfara að leiðarljósi. Við vonum að þessi ákvörðun mælist ekki illa fyrir.

Covid-19