Takk Bryndís Rún Hansen

Bryndís Rún Hansen margfaldur Íslandsmeistari- og methafi og besti sundmaður sundfélagsins Óðins hefur ákveðið að hætta keppni. Bryndís Rún á svo sannarlega glæstan sundferil að baki og með mörg met sem enn eru í gildi. Þessi brosmilda öfluga sundkona er frábær fyrirmynd fyrir íþróttafólk framtíðarinnar. Sundfélagið Óðinn er ótrúlega stolt af þessari mögnuðu afrekskonu og þakkar henni kærlega fyrir hennar ómetanlega framlag til sundíþróttarinnar.

 Akureyri.net tók viðtal við Bryndísi á dögunum sem við hvetjum ykkur öll til þess að lesa.