Sundsamband Íslands 60 ára

Í dag er Sundsamband Íslands 60 ára en sambandið var stofnað 25. febrúar 1951 í kaffihúsinu Höll. Fyrsti formaður SSÍ var kjörinn Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn og fóru stjórnarfundir yfirleitt fram á skrifstofu hans á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Í dag hefst einnig árlegt sundþing sem er eins konar ársfundur sambandsins. Þingið stendur í tvo daga og þar eru til umræðu ýmis mál sundhreyfingarinnar. Nánar má fræðast um dagskrá þingsins á vef SSÍ. Íþróttabandalög með aðild að SSÍ eiga rétt til setu á þinginu í hlutfalli við fjölda virkra keppenda. Frá Óðni fara 4 fulltrúar fyrir hönd ÍBA.