Sundmótið AMÍ 2022

Sundfélagið Óðinn varð í fjórða sæti á AMÍ 2022

Það voru sælir og glaðir sundkrakkar úr Óðni sem mættu á lokahóf AMÍ í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, sunnudaginn 26.júní. Sæl máttu þau alveg vera því að sundfélagið Óðinn varð í 4. sæti í stigakeppni sundfélaga á mótinu eftir harða baráttu um þriðja sætið við Breiðablik alla helgina. Óðinn var yfir í stigakeppninni í fyrsta og öðrum hluta mótsins en Breiðablik var aldrei langt á eftir. Í fjórða hluta var Breiðablik komið 23 stigum yfir og endaði svo mótið með 25 stigum fleiri en Óðinn að þessu sinni.

Það voru 20 krakkar sem mættu til keppni í Vatnaveröldina í Keflavík föstudaginn 24.júní. Með í för voru þrír þjálfarar, Hildur Sólveig, Katrín Magnea og Ingi Þór. Einnig leit Baldur Þór Finnsson, tilvonandi yfirþjálfari Óðins einnig við í þriðja hluta mótsins. Óðinskrakkarnir kepptu í 100 greinum á þessu móti og voru bætingar í 80 af þeim sundum, það er svakalegur árangur hjá þessum flottu krökkum sem kepptu á mótinu. Mestu bætinguna á mótinu átti Katrín Birta í 50m skriðsundi eða 73% bæting, úr 58.73 niður í 44.59. Ekki nóg með allar bætingarnar heldur voru Óðinskrakkar mjög oft á verðlaunapalli í sínum greinum.

Una Steinunn varð í öðru sæti í 100m baksundi, Árný Helga varð í öðru sæti í 50m flugsundi og þriðja sæti í 100m fjórsundi, Björn Elvar varð í þriðja sæti í 50m baksundi, og öðru sæti í 100m fjórsundi og svo varð hann aldursflokkameistari 11 ára og yngri í 50m bringsundi og 100m bringusundi. Katrín Birta varð í öðru sæti í 100m bringsundi og svo aldursflokkameistari 10 ára og yngri í 50m bringsundi, Jón Ingi varð í þriðja sæti í 50m skrið, 50m bringu, 100m bringu og 100m fjór, Eydís Arna varð í öðru sæti í 100m bringusundi og þriðja sæti í 200m bringusundi, Ísabella varð í þriðja sæti í 200m bringsundi. Magni Rafn varð í þriðja sæti í 100m bringusundinu og öðru sæti í 200m bringusundi.

Boðsundsveitirnar í 4x 50m skrið kvenna og 4x 50m fjór kvenna 10 ára og yngri urðu Aldursflokkameistarar en sveitina skipuðu þær Una Steinunn, Katrín Birta, Arndís Margrét og Árný Helga.

Allt í allt stórkostlegt mót sem var gaman að sjá liðsandann og gleðina sem ríkti hjá liðsmönnum.