Sundmót Óðins 1. júní

 

Sundveturinn hefur verið þungur og hefur félagið ekki getað haldið þau sundmót sem vera áttu samkvæmt plani.  Við blásum til leiks með hækkandi sól og sumarhita og mun Sundfélagið Óðinn halda sundmót mánudaginn 1. júní, annan í Hvítasunnu, í Sundlaug Akureyrar. Sundmótið verður fyrir Höfrunga, Krókódílahóp, Framtíðarhóp, Úrvalshóp og þá sem vantar að ná lágmörkum fyrir AMÍ. Mótið verður nánar auglýst síðar en endilega takið daginn frá.

Það sem er framundan hjá iðkendum:

  • 1. júní                 Sundmót Óðins (Höfrungar, Krókódílahóp, Framtíðarhóp, Úrvalshóp og þá sem vantar lágmörk fyrir AMÍ)
  • 12.-14. júní      Akranesleikar (Höfrungar, Framtíðarhóp, Úrvalshóp og þá sem vantar lágmörk fyrir AMÍ)
  • 3.-5. júlí             AMÍ Ásvallalaug - Lágmörk
  • 17.-19. júlí       ÍM50 Laugardalslaug - Lágmörk

Sundmót

Viðburðadagatal Óðins fyrir sundmótin framundan hefur verið uppfært hér miðað við þær breytingar sem hafa verið á dagsetningum v/COVID-19. 

Áfram Óðinn!