Sundmenn Óðins árið 2023!

Kristófer Óli synti 50 flug á tímanum 27.32 á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug, 20. nóvember 2022.
…
Kristófer Óli synti 50 flug á tímanum 27.32 á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug, 20. nóvember 2022.
Fyrir það hlaut hann 504 FINA stig og var því stigahæsti sundkarl Óðins árið 2022!

Naomí synti 800 skrið á tímanum 9:47.31 á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug, 19. nóvember 2022.
Fyrir það hlaut hún 543 FINA stig og átti því stigahæsta sund Óðins á árinu 2022!
Það var heldur betur kátt á hjalla í Sundlaug Akureyrar í gær þegar sundkarl og sundkona Óðins fengu sínar viðurkenningar í viðurvist foreldra, stjórnar Óðins, þjálfara og annara iðkenda!
Foreldraráð Óðins bauð viðstöddum upp á heitt kakó, kleinur og fleira gotterí sem gerði viðburðinn ennþá skemmtilegri!

Sundkarl Óðins 2022 er Kristófer Óli Birkisson
Sundkona Óðins 2022 er Naomí Arnarsdóttir

Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!