Sundkennsla áfram samkvæmt stundaskrá

Að gefnu tilefni þá viljum við láta vita af því að sundkennsla heldur áfram samkvæmt stundaskrá. Akureyrarbær hefur sett þjónustu sína á neyðarstig og þar kemur m.a. fram að sundlaugar sveitarfélagsins verði opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. 
Við brýnum þó að allir virði sóttvarnarreglur. Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst að og gerum okkar allra besta til að krakkarnir geti stundað æfingar sínar. Við minnum alla foreldra sem koma með börnum sínum á sundæfingu að gæta að sótthreinsun og gera sitt besta til að viðhalda 1-2 metrum á milli sín og annnarra fullorðinna. Við mælum eindregið með að foreldrar séu sem styðst á bakkanum og í klefanum.
 
Hjálpumst öll að og fylgjum sóttvörnum því við erum öll almannavarnir.
 
Stjórn og þjálfarar