Sundfélagið Óðinn hlaut styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Sundfélagið Óðinn fékk styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Óðins veitti styrknum viðtöku fyrir hönd sundfélagsins. Styrkurinn kemur sér afar vel og þökkum við KEA innilega fyrir að styrkja það frábæra starf sem Sundfélagið Óðinn stendur fyrir. 
Hér má sjá nánar um styrkveitinguna:https://www.kea.is/is/um-kea/frettir/uthlutun-ur-menningar-og-vidurkenningasjodi-kea-8