Sundfélagið Óðinn hlaut styrk til kaupa á búnaði

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Sundfélagsins Óðins og Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Sundfélagsins Óðins og Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.

Norðurorka afhenti styrki til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í athöfn sem fór fram í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 25. janúar.

Sundfélagið Óðinn hlaut styrk til kaupa á búnaði. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður Óðins tók við styrknum fyrir hönd félagsins. Styrkurinn kemur sér afar vel þar sem brýn þörf er fyrir félagið að endurnýja dýran búnað fyrir vormót Óðins. Frétt um styrkafhendinguna má nálgast á heimasíðu Norðurorku: https://www.no.is/is/um-no/frettir/uthlutun-samfelagsstyrkja-2040