Miðvikudaginn 15. október fékk Sundfélagið Óðinn endurnýjun á viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ við Sundlaug Akureyrar. Viðurkenningin var afhent af Viðari Sigurjónssyni, sérfræðingi á stjórnsýslusviði ÍSÍ og tók Ásta Birgisdóttir formaður félagsins, við henni fyrir hönd Óðins ásamt elstu iðkendum félagsins og Ragnheiði Runólfsdóttur yfirþjálfara.
Að sjálfsögðu var þetta fagnað með skúffuköku í blíðviðrinu á Akureyri!
Sjá nánar um viðurkenninguna á vef ÍSÍ:
Tryggir skýr gæðaviðmið félagsins