RIG 26
Reykjavík International Games 2026 í 50m laug fór fram síðustu helgi í Laugardalslaug þar sem keppendur frá 22 félögum í 9 löndum mættu til leiks. Sundfélagið Óðinn átti þar 13 keppendur sem höfðu tryggt sér lágmörk inn á mótið. Árangurinn var mjög góður með fjölmörgum bætingum og langflestir sundmenn bættu tímana sína.
Sundfélagið Óðinn kom heim með 6 gullverðlaun og 4 silfurverðlaun í flokki fatlaðra og í flokki 15 ára og yngri. Einnig sló Jón Ingi Einarsson nýtt Akureyrarmet í aldursflokknum 15–17 ára sem hafði staðið frá árinu 2007.
Góð uppskera og nýtt Akureyrarmet
Björn Elvar Austfjörð átti gott mót í bringusundi og hafnaði í 2. sæti í bæði 100 metra bringusundi á tímanum 1:19,51 og 200 metra bringusundi á tímanum 2:51,92 í aldursflokknum 15 ára og yngri.
Björn Elvar synti einnig til úrslita í opnum flokki í 50m bringusundi og 100m bringusundi.
Jón Ingi Einarsson átti frábæra helgi á RIG 2026 og hlaut 5 gullverðlaun og 2 silfurverðlaun í aldursflokknum 15 ára og yngri.
Hann sigraði í:
50m baksundi á tímanum 30,14 sem jafnframt er nýtt Akureyrarmet í aldursflokknum 15–17 ára í 50m laug.
400m fjórsundi á tímanum 5:06,60
100m skriðsundi á tímanum 58,56
200m baksundi á tímanum 2:28,43
100m baksundi á tímanum 1:08,28
Auk þess hafnaði hann í 2. sæti í:
• 50m skriðsundi á tímanum 26,77
• 200m skriðsundi á tímanum 2:13,02
Jón Ingi synti einnig til úrslita í opnum flokki í 50m baksundi, 100m skriðsundi, 200m baksundi, 50m skriðsundi og 100m baksundi.
Jón Margeir Sverrison tók svo gullið í 50m skriðsundi í flokki fatlaðra á tímanum 27,48.
Sundmenn í úrslitum í opnum flokki:
Alexander Reid McCormick – 200m skriðsund
Benedikt Már Þorvaldsson – 50m bringusund, 100m bringusund og 200m bringusund
Björn Elvar Austfjörð – 50m bringusund og 100m bringusund
Friðrika Sif Ágústsdóttir – 200m flugsund
Ísabella Jóhannsdóttir – 50m bringusund og 200m bringusund
Ívan Elí Ólafsson – 50m baksund og 100m baksund
Jón Ingi Einarsson – 50m baksund, 100m baksund, 200m baksund, 50m skriðsund og 100m skriðsund
Katrín Birta Birkisdóttir – 50m bringusund
Við getum ekki annað en verið stolt af hópnum og þökkum að sjálfsögðu þjálfurum og fararstjórn fyrir gott utanumhald og góða stemningu.
Næsta verkefni hjá keppnishópnum er Gullmót KR sem fer fram um miðjan febrúar. Sjáumst þá!
Myndir fengnar af láni frá SSÍ.

Jón Ingi vann fjölda verðlauna á mótinu m.a í baksundi.

Gert sig klára.

Ívan Elí að græja sig fyrir keppni.

Synt úr sér stressið í upphitun.

Óðins stelpurnar stilla sér upp.

Jón Ingi tekur við gullverðlaunum.

Takið ykkur stöðu...