SUND SEM LÍKAMSRÆKT! SUNDNÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA

21. mars - 19. maí.  Verð. 16.000 kr.

Kennt verður tvisvar í viku í Sundlaug Akureyrar, á mánudögum og fimmtudögum kl. 19:00 – 20:00. Einnig fá þátttakendur æfingaplan sem þeir geta synt eftir sjálfir á þeim tíma sem þeim hentar. Iðkendur þurfa að greiða fyrir aðgang að sundlauginni eigi þeir ekki sundkort.

Garpar er sundhópur fyrir fólk 18 ára og eldri, jafnt byrjendur sem lengra komna sem hafa áhuga á að stunda góða hreyfingu í skemmtilegum félagsskap. Æfingar miða að því að læra réttu sundtökin, auka samhæfni, laga tæknina auk þess að styrkja og auka úthaldið. Aðal markmiðið er ánægja og vellíðan með áherslu á að bæta þol og tækni í sundi.

Nánari upplýsingar í gegnum netfangið odinn@odinn.is . Skráning og greiðsla í gengum Sportabler 

www.sportabler.com/shop/odinnsundfelag

 

Sundþjálfari Garpa er Kristjana Pálsdóttir, lýðheilsufræðingur. Hún hefur æft sund í mörg ár, þjálfað yngri flokka félagsins og er einstök áhugamanneskja um heilbrigðan lífsstíl á öllum aldri. 

Logo, company name

Description automatically generated