Sundnámskeið í sumar fyrir börn fædd 2012-2015

Í sumar verður boðið upp á sundnámskeið fyrir börn sen eru óörugg í vatni og byrjendur fædd 2012-2015. Kennt verður í Glerárlaug og innilauginni í Akureyrarlaug. 

Dýrleif (Dilla) sundþjálfari verður með námskeið í Glerárlaug fyrir börn fædd 2013-2015, og Rannveig sundþjálfari verður með námskeið í innlaug Akureyrarlaugar fyrir börn fædd 2012-2015.