Sprengimót Óðins haldið í Sundlaug Akureyrar

Um helgina fór fram hið árlega Sprengimót Óðins í Sundlaug Akureyrar. Alls tóku 45 keppendur þátt í mótinu og kom einn þeirra frá sundfélaginu Rán á Dalvík.

Sprengimótið markar hjá mörgum upphaf nýs keppnistímabils og er frábært tækifæri til að komast aftur í gírinn eftir sumarfrí. Mótið gekk mjög vel hjá langflestum og margir keppendur bættu tímana sína.

Jón Ingi Einarsson sló Akureyrarmet í aldursflokknum 13–14 ára í 50 metra skriðsundi á tímanum 26,32 sekúndur. Hann bætti einnig eigið met í 100 metra fjórsundi um 0,02 sekúndur og synti á tímanum 1:07,52.

Þó nokkrir keppendur náðu lágmörkum inn á ÍM 25 sem verður haldið í nóvember og er ljóst að Óðinn mun senda sterkt lið til keppni þar.

 

Við þökkum öllum sjálfboðaliðunum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt.