Sprengimót Óðins 14.-15. september

Skipulag og greinaröðun

Mótið er hugsað fyrir keppendur 11 ára og eldri. Veitt verða verðlaun í aldursflokkum 11-12 ára,13-14 ára og 15 ára og eldri. Ekki verða þó veitt verðlaun í boðsundum. Mótið byrjar kl. 18:00 (upphitun klst. fyrr) á föstudaginn og er í þremur hlutum. Mótið verður með sérstökum hætti þetta árið þar sem félagið fagnar 50 ára afmæli um þessa mundir. Gamlar kempur munu jafnvel á spreyta sig á mótinu í tilefni afmælisins.

Hluti: 1 föstudagur - Byrjar kl 18:00 (Upphitun kl. 17:00)

1 Konur 50 Skriðsund
2 Karlar 50 Skriðsund
3 Konur 100 Bringusund
4 Karlar 100 Bringusund
5 Konur 50 Flugsund
6 Karlar 50 Flugsund
7 Konur 4x50 Bringusund
8 Karlar 4x50 Bringusund

Hluti: 2  laugardagur fyrir hádegi - Byrjar kl. 10:00 (Upphitun kl. 9:00)

9 Konur 100 Fjórsund
10 Karlar 100 Fjórsund
11 Konur 50 Bringusund
12 Karlar 50 Bringusund
13 Konur 100 Baksund
14 Karlar 100 Baksund
15 Konur 4x50 Flugsund
16 Karlar 4x50 Flugsund

Hluti: 3  laugardagur eftir hádegi - Byrjar kl 15:00 (Upphitun kl. 14:00)

17 Konur 100 Skriðsund
18 Karlar 100 Skriðsund
19 Konur 50 Baksund
20 Karlar 50 Baksund
21 Konur 100 Flugsund
22 Karlar 100 Flugsund
23 Konur 200 fjórsund
24 Karlar 200 fjórsund
23 Blandað 400 Skriðsund Boðsund ( 8x50m skriðsund, konur og karlar til skiptis)

Hy-tek skrá - greinar

Hy-tek skrá - úrslit

Skráningarfrestur er til 11. september og skilist á Hytek formi á netfangið: unnurak@gmail.com

Gisting, matur og skráningargjöld. Innheimt verða skráningargjöld, 350 kr. fyrir einstaklingsgreinar og 600 kr. fyrir boðsund. Boðið verður upp á gistingu og mat. Kvöldmatur á föstudagskvöld, morgunmat, hádegismat og kvöldmat á laugardag og morgunmat á sunnudag. Verð fyrir gistingu og mat er 7.500 kr á mann.  (stærri pakki, en ef ekki morgunmatur á sunnudag þá 7.000)

Gjöld fyrir skráningu og gistingu leggist inn á reikning Óðins: 1145-26-80180, kt: 580180-0519

 

Dómaranámskeið

Í tengslum við mótið hefur verið ákveðið að bjóða upp á dómaranámskeið fyrir nýliða, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður í tveimur bóklegum hlutum auk verklegs hluta á mótinu sjálfu. Fyrri bóklegi hlutinn hefst kl 16:00 á föstudeginum og sá síðari kl 20:00 sama kvöld. Verklegi hlutinn fer síðan fram meðan á móti stendur.  Kennari verður Ólafur Baldursson stjórnarmaður SSÍ og yfirdómari.

Skráning á námskeiðið sendist á netfangið formadur@odinn.is fyrir 12. september n.k.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með sundkveðju

Stjórn Sundfélagsins Óðins