Sportabler

 

Sundfélagið Óðinn hefur nýlega tekið upp Sportabler. Þetta forrit heldur utan um mætingar iðkenda, sýnir dagskrá æfinga og er samkiptaleið á milli þjálfara, iðkenda og forráðamanna. Það er því mjög mikilvægt að þeir foreldrar sem hafa ekki nú þegar skráð sig í kerfið eða sótt sér appið, geri það.  Slóðin er www.sportabler.com

Innheimta á æfingagjöldum mun einnig fara fram í gegnum þetta forrit. 

 

Við erum á fullu að undirbúa greiðslur á æfingagjöldum fyrir vorönn 2022.  Innheimta mun fara í gegnum Sportabler.  

Við erum að innheimta í gegnum þetta kerfi í fyrsta skipti og því enn að læra á það. Það er ekki búið að setja gjald á alla hópana ennþá en það mun gerast á næstu dögum. Það kemur tilkynning í bjölluna niðri í hægra horninu á kerfinu þegar æfingagjaldið hefur verið lagt á.

Allt annað varðandi innheimtuna er eins og á því ekki að hafa nein áhrif á greiðendur nema aukin þægindi. Líkt og áður er hægt að greiða æfingagjöldin með tvennum hætti, þ.e. annaðhvort með kreditkorti eða greiðsluseðli. Hægt er að skipta greiðslunni í 3 skipti. Ef valið er að greiða með greiðsluseðli birtist hann í heimabanka forráðamanns og bætist seðilgjald að upphæð 390 kr fyrir hvern greiðsluseðil. 

  • Hægt er að velja að nýta frístundastyrk  
  • Systkinaafsláttur er sá sami eða 10%. Afsláttur reiknast þegar greitt er fyrir seinna barnið og lækkar þá seinni reikningur um sem nemur 10% af hvoru æfingagjaldi.