Söludagur - Nýr félagsgalli ofl.

Söludagur - Nýr félagsgalli ofl.

Þá erum við loksins komin með eintak af endanlegu útliti af nýja félagsgallanum. Það tók mun lengri tíma að fá gallann þar sem það kom upp bilun í tækjum hjá framleiðandanum.

Hægt verður að leggja inn pöntun á gallanum fram til sunnudagsins 30. nóv (sjá hér fyrir neðan hvernig pöntun fer fram)

Gallinn verður til sýnis miðvikudaginn 26. nóv milli kl. 17:30 og 18:30

Á sama tíma verður hægt að kaupa aðrar vörur sem við eigum

Stuttbuxur (eldri)  1000 kr
Stutterma bol (eldri)  1000 kr
Bláu sundhetturnar 1500 kr
Bakpokar merktir Sundfélaginu 6000 kr
USB minnislykil (inniheldur sögu félagsins) 3500 kr
Renndar hettupeysur (bómullar) barna 2000 kr, (upp að 12 ára)  fullorðins 6000 kr

Ath. það er ekki posi

Salan fer fram í gamla íþróttahúsinu í Laugargötu uppá 2. hæð 
(hvíta húsið ská fyrir neðan sundlaugina)

Gallann þarf að panta sérstaklega fyrir hvern og einn og kemur hann merktur með nafni.  Skilafrestur pantana er 30. nóvember (ekki hægt að bæta við göllum eftir það)

Gallinn kostar 13.000 kr.

Opnið pöntunarblaðið, prentið það út og skilið útfylltu ásamt greiðslu eða staðfestingu á innlögn úr tölvubanka (reikn 0566-26-80180 kt. 5801800519) annaðhvort á söludeginum eða  til Höllu B. Garðarsdóttur starfsmanns Óðins, Fossgili 6, Sími: 867-5667 í síðasta lagi 30. nóvember.

Einnig verður hægt að fylla út pöntun á söludeginum