Síðbúin frétt frá Gullmóti KR:

Stór hópur frá Óðni lagði af stað árla morguns föstudaginn 10. febrúar til að taka þátt í hinu árlega KR móti.
Ágætis árangur náðist á KR mótinu.  Sérstaklega var yngri kynslóðin að bæta sig mikið og sýna miklar framfarir.  Við náðum að taka nokkur verðlaun og ekki skemmdi fyrir að ná nokkrum AMÍ lágmörkum. Við áttum einnig nokkra á Super challenge.
Eldri krakkarnir eru í erfiðum æfingum og voru að synda við sína bestu tíma eða bæta sig lítlilega. Það er mjög jákvætt þar sem við erum í undirbúning fyrir IM 50 sem verður í apríl.
Þessi stóri og öflugi hópur náði að vinna vel saman og stóðu sig með prýði að vanda, sýndu einstaka prúðmennsku og tóku hraustlega á því þegar það kom að því að hvetja sitt fólk til dáða.
Ferðalagið heim gekk vel og við stoppuðum í Borganesi til að næra ungana sem tóku vel á pizzu hlaðborði sem kokkarnir hömuðust við að halda hlöðnu.  Það tókst nú að metta alla þó að borðið hreinsaðist jafnóðum og maturinn var lagður á.
Það voru lúnir en glaðir ferðalangar sem stigu út úr rútunni á sunnudagsnótt, fegnir að sjá foreldra taka svona vel á móti þeim eftir strembna helgi og fá að deila fréttum af afrekum sem unnin voru um helgina.
Ég vil þakka þjálfurum og farastjórum fyrir frábæra vinnu og góða samveru.
Með sundkveðjum
Ragga