Extramót SH- - 02./03. Nóvember 2013 – Ásvallalaug Hafnarfirði – 25m braut
Opið sundmót fyrir öll félög og sundmenn – Aldursflokkar og opnir flokkar
Extramót SH
02./03. Nóvember 2013 - Ásvallalaug Hafnarfirði
Reglugerð
1. Extramót SH verður haldið í samræmi við lög og reglur FINA, SSÍ og IPC. Keppnin er opin öllum sundmönnum
og liðum á Íslandi.
2. Extramót SH verður haldið 02./03. Nóvember 2013 í Ásvallalaug, Hafnarfirði. Keppnislaugin er 10 brautir og
2,20 m. djúp. Vatnshitinn er 27°c. Rafræn tímataka með Omega tímatökubúnaði
Synt er í 25 m. laug og gildir reglan um eitt start.
16 metra laug með fjórum brautum er einnig á Ásvöllum sem og sá hluti keppnislaugarinnar sem ekki er í
notkun (25 m.).
3. Dagskráin er samkvæmt meðfylgjandi skipulagi. Upphafi greina gæti verið breytt ef fjöldi skráninga gerir það
nauðsynlegt.
4. Takmörk í 800 og 1500m skriðsund: Sundmaður getur keppt í báðum greinum, 800 og/eða 1500m skriðsundi. Þjálfarar eru vinsamlegast beðnir um að skrá „ca.“ skráningar tíma.
5. Skiptingin er eftirfarandi:
a) Opinn flokkur fyrir allar greinar, óháð aldri sundmanna. Bein úrslit í öllum greinum.
Fyrstu þrír keppendurnir í hverri grein fá verðlaunapening.
b) 2 aldursflokkar eftir LEN: Unglinga (16/17 ára piltar og 14/15 ára stúlkur), Æskunnar (15 og yngri drengir
og 13 og yngri telpur)
Fyrstu þrír keppendurnir í hverri grein fá verðlaunapeninga.
Stigahæstu sundmenn fá eftirfarandi verðlaun í karla- og kvennaflokki:
1. 10.000 kr – 2. 5.000 kr – 3. 2.500 kr
Nýtt: Super-Langsunds-Challenge (400 + 800 + 1500m skriðsund) í karla- og kvennaflokki
1. 3.000 kr – 2. 2.000 kr – 3. 1.000 kr
Nýtt: Super-Fjórsunds-Challenge (100 + 200 + 400m fjórsund) í karla- og kvennaflokki
1. 3.000 kr – 2. 2.000 kr – 3. 1.000 kr
Nýtt: Super-Sprettsunds-Challenge (100m fjór- + 4x 50m X-sund) í karla- og kvennaflokki
1. 3.000 kr – 2. 2.000 kr – 3. 1.000 kr
Nýtt: Super-X-Challenge (50 + 100 + 200m X-sund) í karla- og kvennaflokki (X- flug-bak-bringa-skrið)
1. 2.000 kr – 2. 0 kr – 3. 0 kr
6. Skráningar er hægt að senda í hvaða formi sem er, með öllum nauðsynlegum upplýsingum (fullt nafn, aldur,
grein, nr. greinar, skráður tími), eða með HyTek skrá (viðhengi með tölvupósti).
7. Skráðir tímar skulu vera 25 m og ekki eldri en 12 mánaða. Vinsamlegast virðið lágmark sem viðmið.
8. Stungugjöld eru kr. 400 fyrir einstaklinga.
9. Lokadagsetning skráningar er:
föstudaginn, 24.10.2013, kl. 12.00, á skrifstofu SH: sh@sh.is .
Breytingar og viðbótar skráningar eru leyfðar til 31.10.2013.
10. Sundfélag Hafnarfjarðar – http://www.sh.is – sh@sh.is – sími 555 6830 – Ásvallalaug
Ásvellir 2 - 221 Hafnarfjörður - Ísland
http://www.sh.is - sh@sh.is - sími 555 6830
Gistingin í Hvaleyrarskóla – Matur í Ásvallalaug
Gist er í Hvaleyrarskóla sem er í 5-10 mín. göngufæri frá Ásvallalaug. Göngustígur liggur frá skólanum að lauginni um undirgöng undir Reykjanesbrautina. Gangbrautarljós eru á Ásbrautinni við Tjarnartorg og einnig eru undirgöng undir Ásbrautina við Haukahúsið.
Verðskrá
Hægt er að kaupa gistingu og mat sér.
Nauðsynlegt er að panta máltíðir fyrir hópa fyrir hádegi föstudaginn 25. október. Pantanir sendist til
sh@sh.is
Gisting 1.000 kr.
Morgunmatur 1.000 kr.
Hádegismatur 1.250 kr.
Kvöldmatur 1.250 kr.
Dómarar og þjálfarar gista og borða ókeypis.
Sundfélag Hafnarfjarðar
Kristín Pétursdóttir
Formaður