SH Aktavis í Ásvallalaug 1-3 apríl ATH. EINGÖNGU AFREKSHÓPUR

Þessi póstur er sendur á foreldra Afreks barna sem skráð eru á SH mótið nú um komandi helgi (1.-3. apríl)
Ef þitt barn er ekki að fara er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um það sem fyrst.

Farið verður með rútu og er gert er ráð fyrir því að leggja af stað af planinu sunnan við íþróttahöllina kl. 13 á föstudag. 
Gist verður í Ásvallaskóla og mun kokkur á vegum SH sjá okkur fyrir mat. Þó þurfum við sjálf að sjá um kvöldmat á föstudag. Mig langar því að biðja ykkur um að senda krakkana með pening fyrir því líkt sem og mat á heimleiðinni líkt og á öðrum mótum.

Fararstjóri í ferðinni er Ómar Kristins (formaður)

Þar sem aðaltengiliður SH var erlendis og var bara að koma heim í dag höfum við ekki enn fengið verð í mat og gistingu. 
Við getum þannig því miður ekki reiknað út nákvæman kostnað fyrir mótið fyrr en eftir helgina. 
Ég mun því senda ykkur póst eftir helgi með kostnaðarupplýsingum. 

Annað MIKILVÆGT
Ef barnið þitt ætlar ekki að vera annaðhvort í mat eða gistingu er mjög mikilvægt að fá að vita það í síðasta lagi annaðkvöld, þriðjudag. 
Þá þurfum við að gefa upp endanlegt svar með fjölda í rútu og þurfum því að borga fyrir þann fjölda sem er skráður þá. 

Ef kostnaður hjá SH hefur ekki mikið breyst frá fyrri mótum þá ættum við að geta haldið verðinu í ekki meira en 25.000 (vonandi minna)