Samantekt fyrir AMÍ 2011

Aldursflokkameistaramóti Íslands lauk á Akureyri í gær. Við í Óðni getum verið stolt af hvernig til tókst, enda erum við svo sem engir nýgræðingar í að halda AMÍ. Hér að neðan er samantekt fyrir mótið og tenglar á myndir, vídeó, úrslit og fleira skemmtilegt.

Hápunkurinn í sundlífinu
Rúmlega 270 sundmenn frá 12 félögum tóku þátt á mótinu og einnig kepptu Færeyingar sem gestir. Keppt er í fjórum aldursflokkum frá 12 ára og yngri og upp í 17-18 ára. Jafnfarmt geta 19 ára og eldri keppt á mótinu til verðlauna en árangur þeirra telur ekki í stigakeppni félaganna. AMÍ er hápunkturinn í sundlífinu ár hvert og markar lokin á sundtímabilinu. Ná þarf ströngum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt og því kemur saman á mótinu besta sundfólk landsins í hverjum aldursflokki.

Íslandsmet og þrjú aldursflokkamet
Tvö Íslandsmet og þrjú aldursflokkamet voru sett á mótinu. Inga Elín Cryer úr Sundfélagi Akraness setti Íslandsmet í 200 m flugsundi kvenna er hún synti á tímanum 2:17,97 en Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB átti eldra metið, 2:18,22 frá árinu 2007. Þá bætti Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi eigið met í 100 m baksundi kvenna og synti á 1:02,13. Það er jafnframt stúlknamet. Tvö önnur aldursflokkamet féllu á mótinu. Arnór Stefánsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar bætti 20 ára gamalt drengjamet í 1.500 m skriðsundi. Arnór synti á tímanum 16:56,89. Þá bætti Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar telpnametið í 100 m flugsundi á tímanum 1:05,71. Þau eru bæði 14 ára gömul.

Hörð stigakepppni félaganna
Auk verðlauna fyrir hvert sund er mótið stigakeppni félaga og var hún óvenju jöfn og spennandi í ár. Annars vegar voru Sundfélagið Ægir og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar að berjast um 1. sætið og um 3. sætið var keppnin á milli Sundfélagsins Óðins og Sunddeildar Fjölnis. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta mótshluta eftir að liðin höfðu skipst á um að leiða alla keppnina og fóru leikar svo að Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sigraði, Ægir varð í 2. sæti og Óðinn tók 3. sætið. Þetta er jöfnun á besta árangri Óðins á AMÍ en liðið náði einnig bronssætinu fyrir fjórum árum síðan.

Lokastigastaðan varð þannig:
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1.393
2. Sundfélagið Ægir 1.364
3. Sundfélagið Óðinn 601
4. Sunddeild Fjölnis 589
5. Sundfélag Hafnarfjarðar 506
6. Sundfélag Akraness 481
7. Sunddeild KR 394
8. Ungmennasamband Kjalanesþings 223
9. Sundfélagið Vestri 97
10. Sunddeild Ármanns 95
11. Ungmennasamband Borgarfjarðar 68
12. Íþróttabandalag Vestmannaeyja 23

Glæsilegt lokahóf
AMÍ lauk svo með glæsilegu lokahófi í Sjallanum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á mótinu. Umgjörðin var sú glæsilegasta sem sést hefur á lokahófi AMÍ og maturinn frá Greifanum tær snilld. Benedikt Sigurðarson, fyrrum formaður SSÍ, stýrði samkomunni af stakri snilld. Á Facebook-síðu Óðins er að finna vídeó sem Sævar ljósmyndari tók og gefur smá innsýn stemmninguna sem ríkti á lokahófinu. Munið að smella á “Like-hnappinn” á síðunni ef þið eruð ekki nú þegar að fygjast með Óðni á Facebook :)

Árangur Óðins
Árangur Óðinsfólks á mótinu var með miklum ágætum. Nítján af sundmönnum félagsins unnu til verðlauna og þar af var einn aldursflokkameistaratitill, hjá Erlu Hrönn Unnsteinsdóttur í 200 m baksundi. Þá féllu þrjú Akureyrarmet á mótinu Erla Hrönn bætti eigið met í 200 m baksundi kvenna (2:26,01), Birkir Leó Brynjarsson bætti metið í 50 m skriðsundi drengja 13-14 ára (26,80) og Bryndís Bolladóttir bætti metið 400 m skriðsundi meyja 11-12 ára (5:14,91).

Verðlaun Óðins skiptust annars þannig.

17-18 ára:
Erla Hrönn Unnsteinsdóttir 
Gull 200 m baksund Brons 800 m skriðsund og 100 m baksund

Freysteinn Viðar Viðarssonn
Silfur 100 m bringusund, 200 m bringusund Brons 200 m fjórsund, 400 m fjórsund

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir Brons 200 m skriðsund

Halldóra S. Halldórsdóttir Brons 50 m skriðsund

Karen Konráðsdóttir Brons 200 m bringusund

15-16 ára:
Oddur Viðar Malmquist
Silfur 200 m flugsund Brons 100 m flugsund, 100 m skriðsund

Júlía Ýr Þorvaldsdóttir Brons 200 m bringusund, 100 m bringusund

13-14 ára:
Nanna Björk Barkardóttir
Brons 200 m bringusund, 100 m bringusund, 200 m fjórsund

Birkir Leó Brynjarsson Silfur 100 m skriðsund

12 ára og yngri:

Bryndís Bolladóttir
Silfur 100 m skriðsund Brons 200 m skriðsund og 100 m fjórsund

Elín Kata Sigurgeirsdóttir Brons 100 m baksund

Boðsund:

4x100 m fjórsund:
Strákar 12 ára og yngri silfur: Baldur Logi Gautason, Aron Bjarki Jónsson, Snævar Atli Halldórsson og Hákon A. Magnússon.
Stelpur 12 ára og yngri brons: Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir, Bryndís Bolladóttir og Jana Þórey Bergsdóttir.
Strákar 13-14 ára brons: Birkir Leó Brynjarsson, Snævar Atli Halldórsson, Maron Trausti Halldórsson og Kári Ármannsson.

4x100 m skriðsundi:
Stelpur 12 ára og yngri brons: Bryndís Bolladóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir og Jana Þórey Bergsdóttir.
Sveit 17-18 ára silfur: Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdótti og Karen Konráðsdóttir.

4x50 m skriðsund:
Stelpur 12 ára og yngri silfur:  Bryndís Bolladóttir, Embla Sólrún Einarsdóttir, Elín Kata Sigurgeirsdóttir og Jana Þórey Bergsdóttir.
Stelpur 17-18 ára brons: Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Erla Unnsteinsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Karen Konráðsdóttir.

Myndir og úrslit
Sem fyrr sá Sævar um að mynda mótið í bak og fyrir. Nokkur hundruð myndir frá honum eru á myndasíðu. Öll úrslit eru á úrslitasíðu AMÍ 2011.