S U M A R L E I K A R Sunddeildar Akranes 12.-14. júní 2020

Sundfélagið Óðinn tók þátt í sumarleikum sunddeildar ÍA sem fram fór helgina 12.-14.júlí.  Það voru 31 sundmenn sem fóru á mótið og kepptu í samtals 189 greinum ásamt boðsundum.  Mótið fór fram í dæmigerðu íslensku sumarveðri roki, rigningu og sól á köflum.  Þrátt fyrir allt þetta þá voru bætingar í 98% af þeim sundum sem þessir frábæru sundmenn okkar kepptu í.  Afrakstur mótsins var einnig 27 verðlaunapeningar sem sundmenn félagsins komu með heim og verður að teljast um frábæran árangur að ræða eftir afar sérstaka tíma undanfarna mánuði.

Þeir sundmenn sem unnu til einstaklingsverðlauna á mótinu voru þau Stefán Grétar, Magni Rafn, Benedikt Már, Kristinn Viðar, Kolbrún Ósk , Aldís Ósk, Naomi, Elvar Þór, Katrín Lóa, Eydís Arna og Ísabella.  Svo unnu boðsundssveitir Óðins til verðlauna í bæði 4x50m skriðsundi sem og 4x50m fjórsundi í aldursflokknum 11-12 ára. 

Eftir mótið var sagt að krakkarnir okkar hefðu borið af í hvatningu, kurteisi í og við sundlaugina og í gistiaðstöðunni.  Sá vitnisburður starfsmanna mótsins er virkilega skemmtilegur og eiga krakkarnir stórt hrós fyrir allt þessa helgi.

Til hamingju krakkar!

Þjálfarar í ferðinni voru þau Dýrleif, Ólavía og Viktor. Fararstjórar í ferðinni voru Ingibjörg Isaksen og Kristjana Pálsdóttir.

Áfram Óðinn!

Nokkrar flottar myndir frá foreldrum sem voru stödd á sundmótinu eru að finna í myndaalbúmi hér
Smellið hér fyrir fleiri myndir frá sumaleikunum á heimasíðu sundfélag Akraness

Frábær mynd fengið að láni frá sundfélagið Akraness, ljósmyndari Hákon Ágústsson