RIG og Gullmót KR

Nú er hafið 50 m tímabilið 2016. Tímabilið hjá sundfólkinu okkar fer mjög vel af stað.
Liðið okkar búið að taka þátt í tveimur stórmótum.

21-23. janúar var það RIG eða Reykjavík International og gekk það frábærlega. Þangað fóru 18 valdir keppendur sem höfðu náð lágmörkum á mótið. Þett er sterkt alþjóðlegt mót þar sem mæta keppendur frá öðrum norðurlöndum og m.a. Evrópumeistarar og Ólympíufarar. Föstudagurinn byrjaði rólega en síðan vaknaði fólk vel til og bætingar og sigrar létu ekki á sér standa. Jólaæfingarnar skiluðu sér greinilega vel og allir mjög sáttir eftir góða helgi. Nokkur Akureyrarmet og synt sig inn í Tokyo 2020 hópinn.

Í framhaldi af því fóru átta sundkonur í æfingahelgi með framtíðarhóp Tokyo 2020 í Laugardalslaug. Þar fengu þær fræðslu og þjálfun af hinum ýmsu þjálfurum sem hafa komið að landsliðinu og einnig þeim sem voru að læra.

Gullmót KR var síðan 12-14. febrúar og fór Óðinn með stórann hóp þangað. Þau stóðu sig með stakri prýði eins og ávallt.Mörg hver voru að koma í fyrsta skiptið á þetta mót sem er gífurlega fjölmennt með sundfólki frá öllu landinu í öllum aldurshópum.  Hápunkturinn á þessu móti er Superchallange á laugardagskvöldinu. Þar átti Óðinn nokkra fulltrúa og náðu þau öll að bæta sig og að vinna verðlaun. Á þessu móti voru miklar bætingar og einnig nokkur akureyrarmet slegin.

Við viljum óska öllu sundfólkinu okkar til hamingju með þessa frábæru byrjun á tímabilinu. Það verður gaman að fylgjast með og taka þátt í að vinna með ykkur áfram. Nú verður markið sett á Akranesleikana og síðan AMÍ. Nokkrir sundmenn eru að stefna á landsliðsverkefni og eru allir að æfa með ákefð og áhuga með markmiðinsín á hreinu.

Til hamingju Óðinn!!