Reykjavíkurleikar í sundi 2025 (RIG)

Reykjavíkurleikarnir í sundi, Reykjavík International Games (RIG) fóru fram í Laugardalslaug um síðastliðna helgi, 24.-26. janúar. Mótið var hið glæsilegasta og komu lið víða að úr heiminum til þess að keppa. Meðal annars voru lið frá Portúgal, Færeyjum, Danmörku, Indlandi og Skotlandi og skiptust krakkarnir á sundhettum við félaga sína erlendis frá í gríð og erg. 

Ellefu sundmenn frá Óðni syntu á mótinu, en 12 höfðu náð lágmörkum og er þetta stærsti hópurinn sem við höfum farið með á RIG að undanförnu, sem sýnir okkur að miklu leyti þær frábæru framfarir sem krakkarnir eru að sýna. 

Allir keppendur bættu sig á mótinu, syntu hraðar en áður, sýndu seiglu, tókust á við mótlæti og sýndu góða íþróttamannslega hegðun, sjálfstæði og styrk. 

Okkar fólk náði á verðlaunapall í flestum greinum í flokki 15 ár og yngri. Þá náðu nokkrir sundmenn lágmörkum á ÍM 50 í fyrsta skipti, aðrir bættu við fleiri lágmörkum í safnið og margir eru nálægt lágmörkum á sama mót, sem gefur góð fyrirheit fyrir tímabilið í 50m brautinni. 

Jón Ingi Einarsson sló tvö Akureyrarmet í flokki 13-14 ára drengja. Hann sló met Freysteins Viðars Viðarssonar frá árinu 2008 þegar hann synti 50m baksund á tímanum 33.97 sekúndur og bætti þar gamla metið um 0.98 sekúndur. Þá sló Jón Ingi einnig annað met sem Freysteinn átti (og einnig frá árinu 2008) í 100m skriðsundi þegar hann synti á tímanum 1.01.13! Tvö 17 ára gömul met slegin um helgina!  Aldeilis góður taktur sleginn fyrir tímabilið.

Nú höldum við áfram veginn, æfum vel og vinnum  að komandi verkefnum! 

Innilega til hamingju öll 🙂 

 Myndir frá mótinu má finna hér: https://www.odinn.is/is/moya/gallery/index/index/_/rig-2025