Rausnaleg gjöf frá fyrirtækinu Dexta til Sundfélagsins.

Nú í janúar barst sundfélaginu rausnaleg og mjög nytsamleg gjöf frá fyrirtækinu Dexta. Myndavélabúnaður til að auðvelda tilsögn og geta sýnt sundiðkendum betur réttar eða rangar hreyfingar við iðkun íþróttarinnar, hvort sem er ofan vatns eða í kafi.
Gjöfin kemur sér sannarlega vel í daglegu starfi okkar þjálfarana og erum við góðum tækjum búin til að leiðbeina iðkendum okkur enn betur.  Einnig munum við nýta búnaðinn til að taka upp á sundmótum til að hjálpa íþróttafólkinu okkar enn meir.

Meðfylgjandi er mynd af því þegar Gauti Hallsson framkvæmdarstjóri Dexta afhenti yfirþjálfara sundfélagsins búnaðinn.

Gjöfin samanstendur af:

1.  Go Pro Hero 3plús, Black edition
2.  iPad Mini 3, 64GB, 4G, Wifi
3.  Ásamt fylgihlutum
Heildarverðmæti kr. 210.663.

Sundfélagið þakkar Dexta fyrir þessa frábæru gjöf og stuðninginn við okkar unga og efnilega íþróttafólk.