Ragga Íslandsmethafi og Norðurlandameistari Garpa 2013 í 100 bringu, 100 bak og 50 bringu.

Helgina 4-5 október var haldið Norðurlandameistaramót Garpa í Laugardalslauginni. Ragga og Bíbí, þjálfararnir okkar tóku að sjálfsögðu þátt. Bíbí keppti fyrir hönd Ægis. Ragga hélt uppi heiðri Óðins og stóð sig hrikalega vel og landaði þremur íslandsmetum og er Norðurlandameistari Garpa í 100 bringu, 100 bak og 50 bringu. 100 m bringu synti hún á 1.24.84, 100 m bak 1.20.68 og 50 m bringu á 36.83. Ekki má gleyma Bíbí en hún varð Norðurlandameistari í 200 m skriðsundi.
Ekki amalegt að tefla fram þessum sundgarpi fyrir hönd Óðins.

Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

Myndir af mótinu:  http://www.flickr.com/photos/sundfrettir/sets/

Úrslit frá mótinu:  http://www.aegir.is/images/stories/NOM2013/urslit_allirhlutar-1.pdf

Viðbót við frétt: Eins og sést á kommentum Óla Bald þá gleymdist að nefna annan keppanda sem keppti fyrir hönd Óðins og heitir Elva Aðalsteinsdóttir. Síðan átti Óðinn yfirdómara mótsins. Ekki slæmt.  Óðinn stendur sig vel sama hvaða hlutverk þeir taka að sér.

Við óskum Óla til hamingju með titilinn.