Pistill frá yfirþjálfara

AMÍ fór fram dagana 21.-24.júní.  Góðri helgi lauk með lokahófi í Stapanum.  Þreyttir og sælir krakkar komu saman eftir að ljúka góðu tímabili, sundtímabilinu 2011-2012 er lokið fyrir þau flest!

Árangur á AMÍ hjá Óðins fólki var frekar góður.  Nokkur akureyrarmet féllu og er það merki um að félaginu er að fara fram.

Krakkarnir sýndu mikla liðsheild og voru þau eldri sérstaklega góð í að halda utan um þau yngri og leiðbeina þeim.

Sumir aldursflokkarnir okkar eru ekki nóg og stórir.  Helst eru það yngri hóparnir sem okkur vantaði til að eiga möguleika á að vera með í efstu sætum stigakeppninnar.  Fjöldinn skiptir gífurlega máli þegar þessi stigagjöf er notuð.  Í þessu má nefna að ÍRB var með 52 sundmenn á meðan við vorum með 24.  En við erum sátt við árangur krakkanna sem voru að bæta sig mikið og vinna til margra verðlauna.  Gleðin skein af þeim flestar stundir og að vinna með slíkum hópi á fólki lít ég á sem algjör forréttindi.

Til umhugsunar þyrftum við að auka fjölda þátttakanda frá okkur á AMÍ á næsta ári.  Við þurfum nú ekki að óttast því það eru mikið af efnilegu sundfólki hérna fyrir norðan og við þurfum að hjálpa þeim að ná þessu markmiði með okkur.

Ég vil koma fram þökk til ykkar allra fyrir góðar móttökur á mér og minni fjölskyldu.  Þetta tímabil var að sjálfsögðu spennandi og skemmtilegt verkefni en líka erfitt fyrir okkur fjölskylduna.  Takk fyrir að hjálpa okkur af stað í nýju samfélagi sem er okkur afar kært.  Við höfum tekið þá ákvörðun að vera áfram hérna á Akureyri.

Með þessum orðum kveð ég í bili og óska ykkur góðs í sumarfríinu.

Ragga yfirþjálfari!!