Páskamót Óðins

Þá líður að páskum og í ár er því óvenju stutt á milli Gullmóts og Páskamóts. En við látum það ekki á okkur fá og blásum til leiks fimmtudaginn 17. mars í Glerárlaug.

Höfrungar úr báðum laugum mæta fyrstir kl 14:45 og synda þeir 100 m. sund að eigin vali (ef þeir velja fjórsund þá þurfa þeira ð synda tvær ferðir auka þar sem það eru 6 ferðir í 100 m í Glerárlaug).

Næstir koma svo Gullfiskar úr báðum laugum kl 15:15 og reyna sig við eitt fjórsund eða fjórar ferðir að eigin vali.

Kl 15:45 koma svo Krossfiskar og synd 50-100 m eftir getu.

Kl 16:00 koma Sæhestar 1 og 2 og það eru 50 m að eigin vali eða skrið-bak-skrið.

Kl 16:30  koma Sæhestar í Ak-laug og númer 3 í Glerárlaug og synda 50 m og geta fengið hjálpartæki ef þau vilja.

Og restina reka svo Skjaldbökur 1 og 2 kl 17:00 og þau sinda einnig með eða án hjálpartækja eins. Eins og alltaf mega systkini mæta á sama tíma og vonumst við til þess að sjá sem flesta aðstandendur. Að loknu þessu móti er svo komið páskafrí hjá þesum hópum og æfingar hefjast aftur að því loknu 29. mars.

Keppnishópar í Ak-laug Afreks, Úrvals og Framtíðar eru á æfingatímum.

Þar sem mörg börn eru að taka þátt í árshátíðum skóla sinna þá hefur fengist leyfi til að byrja páskamótið kl 14:00 á fimmtudaginn. Þau börn sem ekki geta komið á áður uppgefnum tímum mega því mæta þá. Að öðru leiti halda fyrri tímar sér.

kv, Þjálfarar.