Páskamót í Glerárlaug fyrir sundskólann 31.03. sjá frétt

Jæja þá er komið að páskamótinu sem líka er sýningarmót eins og gullmótið. Við flýtum því um eina viku frá því sem áætlað var vegna árshátíðar í glerárskóla og íslandsmeistaramótsins í sundi. Því er mótið þann 31. mars! Eins og áður er hópunum áætlaður tími en systkin mega mæta saman og ef þannig stendur á þá má mæta á þeim tíma sem passar best milli 3 og hálf sex:) en svona er þetta:

Höfrungar úr Akureyrarlaug og Höfrungar og Gullfiskar úr Glerárlaug kl. 15.00-15.30

Gullfiskar 1 og 2 úr Akureyrarlaug, sæhestar 3 og Krossfiskar úr Glerárlaug kl. 15.30-16.00

Sæhestar Akureyrarlaug, sæhestar 1 og 2 Glerárlaug kl. 16-16.45

Skjaldbökur 1, 2 og 3 eru svo kl. 16.45 til 17.30

Þegar börnin eru búin að synda þá fara þau heim. Ekki er leyft að fara í pottinn á meðan á móti stendur því þá verður börnunum svo kalt. Afar, ömmur og aðrir aðstandendur eru meira en velkomin til að horfa á. 
Hlökkum til að sjá ykkur, þjálfarar.