Alicja Julia Kempisty og Örn Kató Arnarsson sundkona og sundmaður Óðins 2025.

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempisty sundmaður og sundkona Óðins 2025.

Sundfélagið Óðinn hélt uppskeruhátíð í Brekkuskóla þann 8.janúar síðastliðinn.
Við það tilefni veitti félagið viðurkenningar fyrir stigahæsta sundmann og sundkonu ársins 2025 auk viðurkenninga fyrir Akureyrarmet sem slegin voru á árinu.
Í ár var einnig kynnt til sögunnar ný viðurkenning, Ungmennabikar Óðins, þar sem stigahæstu ungmennin hlutu viðurkenningu fyrir stigahæstu sund ársins. 

Örn Kató Arnarsson hlaut viðurkenninguna Sundmaður Óðins 2025. Stigahæsta sundið hans var 1500m skriðsund í 25m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 8.nóvember 2025.

Alicja Julia Kempisty hlaut viðurkenninguna Sundkona Óðins 2025. Stigahæsta sundið hennar var 200m skriðsund í 50m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 12. apríl 2025.

Alexander Reid McCormick hlaut viðurkenningu fyrir stigahæsta sund karla í ungmennaflokki. Stigahæsta sund hans var 1500m skriðsund í 25m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 8.nóvember 2025.

Ísabella Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir stigahæsta sundið kvenna í ungmennaflokki. Stigahæsta sund hennar var 200m bringusund í 50m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 11.apríl 2025.

 

Viðurkenningar fyrir Akureyrarmet:

Sundfélagið átti eftir að afhenda viðurkenningar fyrir slegin Akureyrarmet árið 2024:

Katrín Birta Birkisdóttir sló bæði met í 100m og 200m flugsundi í flokki 12 ára og yngri stúlkna í 25m laug. 100m metið sló hún á AMÍ í Reykjanesbæ 29.júní 2024 og 200m metið sló hún á CUBE mótinu í Hafnarfirði 19.október 2024. Einnig sló hún Akureyrarmet í 50m laug í 100m flugsundi á Gullmóti KR.

Síðan voru nokkur met slegin af boðsundssveitunum okkar. 

Jón Ingi, Magni Rafn, Benedikt Már og Alexander Reid slógu metið í 4x50m fjórsundi 13-14 ára drengja í 25m laug á Desembermótinu okkar 7.desember 2024.

Alexander Reid, Ívan Elí, Jón Ingi og Magni Rafn slógu metin í 4x50m og 4x100m skriðsundi í flokki 13-14 drengja í 25m laug á Desembermótinu okkar 7.desember 2024.

 

Töluvert af Akureyrarmetum voru síðan slegið á líðandi sundári:

Örn Kató Arnarsson sló tvö met í 50m laug í Norrköping í Svíþjóð í júní 2025. Annarsvegar í 800m skriðsundi og hinsvegar í 200m bringusundi. Einnig sló hann fjögur met í 25 metra laug á árinu, tvö þeirra voru á ÍM25 í Hafnarfirði í nóvember 2025, 400m skriðsund og 1500m skriðsundi. Hin tvö sló hann í desember í Eskilstuna í Svíþjóð, 800m skriðsund og 200m bringusund. 

Örn Kató, Jón Ingi, Magni Rafn og Alexander Reid slógu einnig met í 4x200m skriðsundi á ÍM25 í Hafnarfirði í nóvember 2025.

Björn Elvar Austfjörð sló met í 200m bringusundi í flokki 13-14 ára drengja í 50m laug á SMÍ í Hafnarfirði í júní 2025.

Jón Ingi Einarsson hefur heldur betur slegið þónokkur met á árinu 2025. Öll eru þau í flokki 13-14 ára drengja en ýmist í 50m laug eða 25m laug. 

Hann sló fimm met í 50m laug, tvö þeirra voru á RIG í Reykjavík í janúar og þrjú á SMÍ í Hafnarfirði í júní.

100m skriðsund - RIG 

50m baksund - RIG

100m baksund - SMÍ 

50m flugsund - SMÍ

200m fjórsund - SMÍ

Jón Ingi sló 12 met í 25m laug á árinu 2025. Helmingur þeirra var á ÍM25 í Hafnarfirði í nóvember. Tvö voru slegin á Desembermóti Óðins á Akureyri, eitt á Vormóti Óðins á Akureyri í maí og eitt á CUBE mótinu í Hafnarfirði í október. Einnig sló hann tvö met í Færeyjum í september þegar hann tók þátt í Framtíðarhópsverkefni á vegum SSÍ.

50m skriðsund - ÍM25

100m skriðsund- ÍM 25

50m bringusund - Desembermótið

100m bringusund - Desembermótið

50m flugsund - Vormót Óðins

100m flugsund - ÍM25

50m baksund - ÍM25

100m baksund - ÍM25

200m baksund - Færeyjar

100m fjórsund - ÍM25

200m fjórsund - Færeyjar

400m fjórsund - CUBE mót SH

 

Innilega til hamingju allir methafar með frábæran árangur!

Það er nokkuð augljóst að sundfélagið á fullt af frábæru sundfólki sem á heldur betur framtíðina fyrir sér. Okkur langar að óska þeim öllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur á sundárinu sem er að líða og hlökkum til að sjá þau öll vaxa og halda áfram að bæta sig á komandi sundári. 

 

Nánari upplýsingar um Akureyrarmetin má finna hér https://www.odinn.is/is/verkefnaskra/akureyrarmet 

 

Ísabella og Arnar  taka við verðlaunum fyrir Alicju og Örn Kató fyrir sundkonu og sundmaður ársins 2025.

Ísabella og Alexander Reid með ungmennabikarinn 2025!

Katrín Birta tekur við viðurkenningu fyrir sín Akureyrarmet.

Jón Ingi sló yfir 20 ný Akureyrarmet.

Þessir stefna hátt.

Björn Elvar með sína viðurkenningu.

Formaðurinn með ræðu.

Fullt hús, við þökkum kærlega fyrir komuna!