Örn Kató Arnarson er að gera góða hluti út í Svíþjóð

Um liðna helgi keppti Örn Kató á Sænska meistaramótinu í Norrköping.

Hann bætti sitt eigið Akureyrarmet í 800 m skriðsundi frá 14. mars tvisvar sinnum um helgina, metið var 9:10.16, en millitíminn hans úr 1500 m skriðsundi, sem hann synti á fimmtudeginum var 9:05:35, sem hann bætti svo aftur í 800 m skriðsundi á laugardeginum og er metið hans núna 9:04.57. Hann bætti því metið um 5.98 sekúndur.

Örn Kató bætti einnig 7 ára gamalt Akureyrarmet í 200m bringusundi sem Snævar Atli átti, um 1.85 sekúndur og metið er því núna 2:31.05

Örn Kató fluttist til Svíþjóðar eftir grunnskóla, hann fór í nám við framhaldsskólann í Aranäsgymnasiet sem er í Kungsbacka, þar sem hann útskrifaðist núna 4. júní. Þau þrjú ár sem hann var í skólanum æfði hann með Kungsbacka sim en hefur núna skipt yfir í annað sundfélag. 

Hann flutti með kærustu sinni Cornelia Sörgvist yfir til Uddevalla sem er aðeins fyrir utan Gautaborg, eftir að hann lauk framhaldsskólanámi. Þau eru bæði að æfa og keppa með sundfélaginu Uddevalla sim sem er í bænum.

Í haust mun hann hefja nám við Vuxenutbildningen Uddevalla þar sem hann stefnir á háskólanám í kírópraktík.

Örn Kató stefnir á að koma og synda með Óðni á Bikar og ÍM25 í haust, það verður alveg ótrúlega gaman að fá að sjá þennan flotta sundmann synda með okkur hér heima.

Við óskum Erni Kató innilega til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að fylgjast áfram með honum í lauginni.