Óðinn með 3 gull á Norska meistaramótinu ;)

Þá hefur Bryndís lokið lokið keppni á sínu fyrsts norska meistaramóti. Uppskeran var gull og brons. Þess má geta að liðið hennar, Bergensvommerne, vann þrjú gull á mótinu, Bryndís tók eitt og Sindri Þór Jakobsson, sem einnig er uppalinn í Óðni, tók tvö. Því má, án þess að færa verulega í stílinn, segja að Óðinn hafi unnið 3 gull á mótinu.


Eins og áður hefur komið fram sigraði bryndís í 50 m baksundi, vann brons í 50 m flugsundi og varð fimmta í 100 m flugsundi.

Í gær varð hún fjórða í 50 skiðsundi á tímanum 26:17 (9 hundruðustu frá sínum besta tíma 26:08) og í morgun synti hún 100 skið á tímanum 58:11 og varð áttunda.