Nýr yfirþjálfari Óðins

Samþykkt var ráðning nýs yfirþjálfara hjá Óðni á stjórnarfundi í dag. Ákveðið var með samhljóða atkvæðum að ganga til samninga við Ragnheiði Runólfsdóttur. Ragnheiður er sundfélaginu Óðni ekki ókunnug, en hún var yfirþjálfari hjá okkur fyrir nokkrum árum. Nánari kynning á nýjum yfirþjálfara verður áður en nýtt tímabil byrjar.