Nýr yfirþjálfari hjá Óðni

Baldur Þór Finnsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins. Hann mun taka við af Inga Þór Ágústssyni sem hefur verið yfirþjálfari hjá félaginu sl. þrjú ár.

Baldur æfði sund hjá Óðni á árunum 2004 - 2011 og var í þjálfarateymi félagsins á árunum 2010-2014. Þá var hann yfirþjálfari hjá Austra 2017-2018.

Síðustu ár hefur Baldur sinnt kennslu við grunnskóla Reyðarfjarðar. Baldur Þór mun hefja störf þann 1. ágúst nk. Um leið og við bjóðum Baldur Þór hjartanlega velkominn til starfa, þökkum við Inga Þór fyrir störf hans í þágu félagsins og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 

 

Gæti verið mynd af 2 manns, people standing og innanhúss