Nýárskveðja frá yfirþjálfurum

Nú í ágúst bauðst okkur skyndilega það skemmtilega verkefni að deila með okkur yfirþjálfarastöðu Óðins. Nú þegar fimm og hálfir mánuðir eru liðnir erum við svo alsælar með dugnaði, þrautseigju og jákvæðni okkar sundfólks.
Sundárið byrjaði með æfingaferð í ágúst þar sem níu Óðinskrakkar í Afreks-Úrvalshóp ásamt Hildi Sólveigu yfirþjálfara fóru til Tenerife.  Elsti keppnishópurinn  fékk nýtt heiti í haust og heitir nú Afreks-Úrvalshópur. Eins og við þekkjum er oft erfitt tímabil eftir þjálfarabreytingar verða, en A+Ú stóðu sig eins og sigurvegarar á þessu breytingartímabili og það kom strax í ljós á Sprengimótinu í september að krakkarnir ætla sér stóra hluti þetta sundár. Iðkendur Framtíðarhóps eru búnir að vera mjög dugleg og hugrökk í að hefja sinn keppnisferil og eru flest að fara að keppa á sínu fyrsta 50m móti í febrúar. Algjörir dugnaðarforkar!

Þjálfarabreytingar voru einnig á Krókódílahópnum en þar hljóp Erla Unnsteinsdóttir í skarðið á haustönninni fyrir sundfélagið sitt og við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið. Nýr þjálfari er nú tekin við og það er Ingibjörg Óladóttir. Ólavía Einarsdóttir tók við Sundskóla Óðins í Sundlaug Akureyrar og eru þær Dilla okkar, hjarta sundfélagsins, og Ólavía svo lagnar við að koma ástinni fyrir íþróttinni strax í hjörtum yngsta sundfólksins okkar. Með þetta sterka teymi þjálfara og okkar skemmtilegu og eljusömu sundmönnum horfum við sannarlega björtum og jákvæðum augum fram til ársins 2024.

Við stöllur viljum þakka Baldri Þór, Katrínu Magneu og Helenu kærlega fyrir gott samstarf sundárið 2022-2023.


Áfram Óðinn!  💙🤍❤️🤍💙

Kveðja, Hildur Sólveig og Kristjana