Ný stjórn sundfélagsins Óðins 2020/2021

Aðalfundur sundfélagsins Óðins var haldinn 3. júní sl. og var ágæt mæting á fundinn. Hörður J. Oddfríðarson var fundarstjóri fundarins og var farið yfir sundárið 2019, ársreikning, kjör stjórnar og önnur mál og þá m.a. aðstöðu félagsins sem er löngu sprungin og langan biðlista. Góðar umræður, pælingar og hugmyndir komu fram á fundinum og þökkum við öllum kærlega fyrir góðan og gagnlegan aðalfund.
Stjórn Óðins 2020-2021
Ný stjórn sundfélagsins fyrir sundárið 2020/2021 (frá vinstri):
Finnur Víkingsson
Anna Árnadóttir
Vilhjálmur Ingimarsson
Bergdís Ösp Bjarkadóttir
Halla Björk Garðarsdóttir, gjaldkeri og starfsmaður félagsins
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, formaður
Kristjana Kristjánsdóttir

Varamenn stjórnar eru: Katrín Sif Antonsdóttir og Tómas Viðarsson

Áfram Óðinn!