KYNNINGARFUNDUR FYRIR FORELDRA


Foreldrum/forráðamönnum iðkenda Óðins er hér með boðið til fundar fimmtudaginn 23. september. Fundurinn verður í Borgum við Norðurslóð. Gengið inn að norðan.
Mikilvægt er að hver sundiðkandi hafi fulltrúa á fundinum. Við munum kynna starfsemi vetrarins sem er framundan. Iðkendur eru einnig velkomnir.

Fundurinn er tvískiptur.
Farið verður yfir starf sundskólans (yngri hópa) kl. 19:30-20:00 en umfjöllun um starf höfrunga, hákarla, krókódíla, framtíðar-, úrvals- og afrekshóps verður 20:00-21:00. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum!

Sundkveðjur góðar,
Stjórn og þjálfarar Óðins