Kynningarfundur fyrir foreldra

Foreldrum/forráðamönnum iðkenda Óðins er hér með boðið til fundar mánudaginn 17. september. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla en þar munum við kynna starfsemi vetrarins sem er framundan. Iðkendur eru einnig velkomnir. Gengið er inn um aðalinnganginn.

Fundurinn er tvískiptur. Farið verður yfir starf sundskólans kl. 19:30-20:15 en umfjöllun um starf krókódíla, framtíðar-, úrvals- og afrekshóps verður 20:30-21:15. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum!

Við minnum svo á Sprengimót Óðins sem fer fram núna um helgina. Enn vantar að manna nokkrar dómara- og eldhúsvaktir þannig að við biðlum til þeirra sem hafa tök á því að leggja hönd á plóg með því að skrá sig á einhverjar vaktir.

Sundkveðjur góðar,
Stjórn og þjálfarar Óðins