Karen með 5 gull á IMOC

IMOC, Opna Íslandsmeistaramótið í Garpasundi, var haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Gunni og Karen voru fulltrúar Óðins á mótinu og lágu ekki á liði sínu frekar en vanalega.

Gunni sá um dómgæslu eins og honum einum er lagið og Karen var einnig í dómgæslu og verðlaunafhendingum fyrir SSÍ, á milli þess sem hún stakk sér í laugina til að keppa. Hún keppti í fimm greinum í flokki 50-54 ára og gerði sér lítið fyrir og tók gullverðlaun í öllum. Greinarnar voru 50 metra skriðsund, 400 m skriðsund, 100 m baksund, 200 m skriðsund og 50 m baksund.

Úrslit IMOC 7.-8. maí