Kæru foreldrar

Næstkomandi laugardag verður okkar árlega desembermót haldið í Akureyrarlaug. Eins og mörg ykkar þekkja þurfa margir aðilar að koma að mótinu til að sinna ýmsum störfum. Hér með óskum við eftir aðstoð ykkar. Um er að ræða létt og skemmtileg störf með skemmtilegu fólki og er þetta upplagður vettvangur til að kynnast mótshaldi, öðrum foreldrum og styðja um leið við íþrótt barnsins þíns.

Mótið hefst kl 11 og áætlað að því ljúki um kl 14-15. Þeir sem eru tilbúnir til að gefa kost á sér eða sjá sér fært að aðstoða (sem verða vonandi sem flestir) sendi tölvupóst á netfangið formadur@odinn.is.

Kærar kveðjur frá stjórn.