Nýársmót ÍF fór fram laugardaginn 3. janúar í Laugardalslaug. Sundfélagið Óðinn átti einn keppanda á mótinu, Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir keppti í 50 metra skriðsundi og synti á tímanum 26,31 sek sem tryggði honum gullverðlaun í greininni. Jón Margeir er reynslumikill sundmaður en eins og margir vita keppti hann fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Frábær árangur hjá okkar manni.